Um okkur


Pizza Italiana Contemporanea. Sköpun og reynsla í bland við ítalskar hefðir. DOP* vottuð hráefni.

Hjá okkur fá viðskiptavinir að kynnast sönnum Italiana Contemporanea pizzum þar sem einungis eru notuð úrvals hráefni við bakstur. Þegar þú heimsækir Pizza Popolare þá ertu kominn hálfa leið til Ítalíu, þú færð amk. sömu upplifun í gegnum sannar ítalskar hágæða pizzur. Til að fullkomna þína upplifun þá notum við votuð hágæða hráefni frá þekktum ítölskum framleiðsluhéruðum.

Hráefnin okkar flytjum við inn sjálf. Þau eru DOP vottuð og eiga uppruna sinn að rekja til þekktra framleiðsluhéraða á Ítalíu, einkum til Campania svæðisins. Mozzarella di buffala osturinn er eitt þeirra. Hann er þekktur fyrir að vera ríkur af fitu og próteinum og er ilmandi af mjólkurkenndum ferskleika. Buffalarnir reika um slétturnar í kringum Paestum, Salerno og Caserta fyrir utan Napólí, þar sem hundruð lítilla framleiðenda búa til þessa margverðlaunuðu mozzarella osta sem þykja hið mesta lostæti. Annað lykilhráefni pizzunnar eru San Marzano tómatarnir en þeir eru ræktaðir í Sarno-dalnum í ríkum jarðvegi Vesúvíusfjallsins. Þeir eru þykkir, sætir og kjötmiklir, með færri fræ en aðrar tómatategundir. Sósan frá San Marzano tómötum er djúp, bragðmikil og lág í sýrustigi, þeir þykja allra tómata bestir til pizzugerðar og eru þeir einu réttu fyrir Pizza Italiana Contemporanea.

*DOP er skammstöfun fyrir Denominazione di Origine Protetta („Verndað upprunatákn“). DOP er ítölsk ríkisviðurkennd vottun sem tryggir að vörur séu framleiddar með hefðbundnum hráefnum og aðferðum.